KVENNABLAÐIÐ

Kourtney Kardashian er hætt í þáttunum „Keeping Up With the Kardashians“

Kourtney er búin að fá nóg af Keeping Up With the Kardashians — að minnsta kosti í bili. Hún kom fram á sjónvarpsstöðinni Entertainment Tonight, og sagðist ætla allavega að taka sér pásu frá þættinum til að eyða meiri tíma með börnunum sínum þremur:

„Ég bara ákvað að eyða meiri tíma í að vera mamma og setja orkuna mína þangað, en ég er ekki að segja bless. Þið fáið að sjá meira um það í 18 þáttaröð. Hún er ekki komin í loftið en það er verið að taka hana upp.“

Auglýsing

Brotthvarf Kourtneyar úr þáttunum kemur ekki á óvart þar sem hún hefur verið pirruð á þáttunum lengi. Í ágúst 2018 sagði vinur hennar: „Hún hefur ekki viljað gera þetta í um tvö ár núna og hefur sagt mömmu sinni Kris að hún vilji ekki skrifa undir þátttöku í annarri þáttaröð.“

„Hún fékk samt það sem hún þurfti úr þáttunum, ótrúlegan auð.“

Auglýsing

Í þætti sem sýndur var nú í október viðurkenndi hún að hún yrði glöð ef KUWTK endaði: „Já, hverjum er ekki sama?“ sagði Kourtney við Khloe.

„Við ætlum að reka Kourtney, hún er bara búin,“ sagði Kim í öðru atriði, mjög reið út í elstu systur sína sem hún ásakaði um að vera löt og „feik.“

Þær systur hafa lengi eldað grátt silfur saman en Kim elskar sviðsljósið, Kourtney að vera með fjölskyldunni.