KVENNABLAÐIÐ

Leikarinn Peter Fonda látinn, 79 ára að aldri

Peter Fonda, bróðir leikkonunnar Jane Fonda og stjarnan úr kvikmyndinni Easy Rider, er látinn. Hann var 79 ára. Hann var leikari og leikstjóri sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna. Var hann sonur Henry Fonda og Frances Ford Seymour.

Auglýsing

Peter var nærri dauðanum á 11 ára afmælinu þegar hann skaut sig sjálfan óvart í magann. Þrátt fyrir að hann hefði ekki viljað lifa í skugga föður síns sem var honum ekki náinn fór Peter að læra leiklist í gamla heimabæ föður síns, Omaha í Nebraska. Hann gekk í háskóla þar og lék í áhugaleikhúsum. Hann hætti í háskólanum og fór til Broadway þar sem hann samdi leikritið Blood, Sweat And Stanley Poole.

Auglýsing

Lék hann í mörgum myndum í framhaldi – Tammy And The Doctor, hjólamyndinni Wild Angels og svo í myndinni sem Jack Nicholson skrifaði – The Trup. Svo lék hann í hinni ótrúlegu mynd, Easy Rider sem hann gerði með Jack og Dennis Hopper. Þannig hjálpuðu þeir til við að koma Indie-myndum á framfæri í venjulega bíósali.

Peter fékk svo Óskarstilnefningu fyrir leik sinn í Ulee’s Gold  árið 1997.

Peter lætur eftir sig systur sína Jane, dótturina Bridget, soninn Justin og þriðju eiginkonuna Margaret DeVogelaere.

Peter lést í Los Angeles þann 16. ágúst á heimili sínu. Lungnakrabbi var banamein hans.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!