KVENNABLAÐIÐ

Ástæða þess að Nicolas Cage fer aldrei út lengur

Leikarinn Nicolas Cage, sem hefur munað sinn fífill fegurri, hefur átt í ástar/haturssambandi við bakkus og hefur nú ákveðið að vera bara heima.

Eftir að myndband af honum fór á flug fyrr á árinu þar sem hann var á karaokebar syngjandi „Purple Rain” varð hann reiður: „Þú ferð á karaokebar með vini þínum í nágrenninu, barinn segir „engar myndbandsupptökur” og svo eru bara tvö myndbönd á ferðinni af þér í karaoke!” segir hann við New York Times Magazine. „Hver gerði þetta? Hver birti myndbandið? Hver seldi það?”

Auglýsing

Nicolas (55) segir að söngurinn hafi átt að vera „frummanna-þerapía” sem hann vildi ekki að aðrir vissu af, þar sem þetta var í kringum þá daga sem andláts Prince var minnst: „Þetta var fríhelgi, þú vildir ekki fara neitt, en vinur minn var með mér sagði: „Þú getur ekki setið bara einn hérna heima hjá þér. Þú verður að fara út.” Þannig ég fór á þann eina stað í nágrenni mínu sem bannar myndatökur, bara til að skemmta mér og það átti bara að vera mitt mál, ekki allra.”

Nicolas segir að hann kjósi að vera utan sviðsljóssins og einbeita sér að ferlinum: „Á þessum tímapunkti í lífi mínu kýs ég helst að fara ekkert út. Ég vil bara frekar vera heima. Ég vil ekki ganga í gegnum þetta aftur,meira að segja á karaokebar. Þetta er of viðkvæmt. Ég er ekki að reyna að kvarta. Þetta er bara staðreynd sem ég þarf að viðurkenna. Ég vil frekar að vinnan mín og ekki einkalífið tali fyrir mig.”

Auglýsing

Segir hann einnig að hann eigi við dökku hliðarnar á frægðinni með sínum leiðum. Alls ekki þerapíu: „Ég hef ekki verið í meðferð í að minnsta kosti 20 ár. Þegar ég gerði það kom það með nokkrum kostum. Eins og að skrifa í dagbók, þú hleypir hlutunum út.” Svo fannst Cage það óþægilegt að tala um allt sitt við ókunnuga manneskju, sálfræðinginn: „Óumflýjanlega, á einum tímapunkti horfði ég á manneskjuna og sagði: „Af hverju er ég að tala við þig? Ég er miklu áhugaverðari en þú!” svo ég bara stóð upp og fór. Og hætti alveg að fara.”

Leikarinn hefur ratað í fréttirnar að undanförnu, m.a. fyrir að hafa gifst kærustunni sinni og skilið við hana fjórum dögum seinna, ratar í hvern skandalinn á fætur öðrum. Kannski ekkert skrýtið að hann vilji bara halda sig heima.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!