KVENNABLAÐIÐ

Ert þú búin að fá þér langar táneglur í sumar? – Myndir

Við erum vanar að fara, eða þekkjum einhverjar sem fara í neglur og fá sér langar neglur…á hendurnar. Þetta sumarið hefur fólk verið að fá sér langar neglur…en á tærnar í stað handa.

Við erum ekkert að grínast.

Auglýsing

Ef þú skoðar Instagram er myllumerkið #LongToeNails með ógynni mynda af afar mörgum tásum með langar neglur. Bæði er í tísku að hafa franskar ásamt allskonar litum.

Hundruðir mynda eru á Insta, ásamt kommentum frá fólki sem annaðhvort dásamar þetta tískufyrirbrigði eða hatar það. „Þetta er óþægilegt að sjá. Ég myndi aldrei komast í strigaskóna mína með þessu,“ sagði einn.

Auglýsing

„Þetta er bara rangt,“ sagði annar. „Ég ætla að kasta upp. Nei, bara NEI, NEI!“

Svo voru margir sem bentu á þá augljósu staðreynd að þetta er vissulega takmarkandi hvað skóbúnað varðar. Einnig í svefni…myndi maður ekki rífa rúmfötin með þetta?

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!