KVENNABLAÐIÐ

Sonur Robin Williams gekk að eiga unnustu sína á afmælisdegi föður hans

Yngsti sonur leikarans Robin Williams heitins, Cody, er kvæntur. Cody sem er 27 ára gekk í það heilaga með unnustu sinni til margra ára, Maria Flores þann 21. júlí í San Francisco þar sem faðir hans bjó í mörg ár.

Í athöfninni sjálfri, sem átti sér stað á afmælisdegi Robins, var flutt falleg ræða til hans, en hann hefði orðið 68 ára.

Auglýsing

Brúðhjónin höfðu verið í sambandi í mörg ár áður en Cody bað Mariu á valentínusardag 2018.

Cody og Maria
Cody og Maria

 

Cody er sonur Robins og seinni konu hans, Marsha Garces, hefur fetað í fótspor föður síns að einhverju leyti, en hann er aðstoðarleikstjóri og hefur m.a. unnið í myndinni Trouble with the Curve.

Maria er söngkona í hljómsveitinni Bone Nest.

Auglýsing

Fjölskyldan hefur haldið áfram lífinu þó það hafi verið erfitt. Elsti sonur Robins, Zak (33) eignaðist dreng með unnustu sinni Olivia June þann 22. maí síðastliðinn. Ungi drengurinn heitir McLaurin Clement Williams, en Clement var miðjunafn afa hans heitins.

cody3

Robin kaus að enda líf sitt fyrir næstum fimm árum síðan, þann 11. ágúst 2014.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!