KVENNABLAÐIÐ

Disneystjarnan Cameron Boyce látinn, tvítugur að aldri

Cameron Boyce lést laugardaginn 6 júlí, eftir að hafa fengið kast eða flog í svefni. Fjölskylda hans staðfestir þetta. Lést hann á heimili sínu í Los Angeles, Kaliforníuríki.

Var Cameron þekktastur fyrir hlutverk sitt í Descendants myndunum. Fjölskyldan er harmi slegin vegna andlátsins og segir að heimurinn sé án eins stærsta ljóss síns: „Andi hans mun lifa í gegnum kærleikann og samúðina í gegnum þá sem þekktu hann og elskuðu.” Þau báðu svo um frið til að syrgja „dýrmætan son og bróður.”

Auglýsing

Kastið var orsök „heilsubrests sem hann var haldinn og var í meðferð vegna.” Þetta sagði fjölskyldan en engin smáatriði voru tilgreind.

Auglýsing

Cameron hóf ferilinn aðeins níu ára gamall í hryllingsmyndinni Mirrors. Tveimur árum seinna lék hann í Adam Sandler myndinni Grown Ups, þar sem hann lék son Adams. Svo lék hann í aðalhlutverk í Jessie, þætti á Disneystöðinni í fjögur ár.

Meðleikarar og stjörnur sem hann vann með hafa allar sent sínar dýpstu samúðarkveðjur vegna skyndilegs fráfalls Camerons.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!