KVENNABLAÐIÐ

Lourdes, elsta dóttir Madonnu, ætlar að ganga í það heilaga

Lourdes Leon Ciccone (22) sem er alltaf kölluð Lola er „brjálæðislega ástfangin” af kærastanum sínum til tveggja ára en hann heitir Jonathan Puglia og er ljósmyndari og brettagaur frá Ohioríki.

Lola býr nú í New York borg en áður hafði hún lagt stund á listir í háskólanum í Michigan.

Auglýsing

Dóttir Madonnu hefur haldið sig utan við ys og þys glamborgarinnar Hollywood, ólíkt móður hennar. Þrátt fyrir að Lola sé að gera góða hluti í tískubransanum hefur hún ekki mjög mikinn áhuga á athygli.

lurd

Auglýsing

Jonathan og Lola hófu samband sitt árið 2017 og þau hafa ferðast eitthvað saman. Lola hefur heimsótt heimili hans í Ohio og heillaði þar móður hans Lori (55) segja vinir parsins: „Lola og Jonathan eru mjög ástfangin. Allir telja að þau séu fullkomin fyrir hvort annað, þrátt fyrir ólíka bakgrunna,” segja þeir.

Fjölskyldurnar tvær munu hittast bráðlega: „Madonna samþykkir ráðahaginn en fjöslkyldurnar eru mjög ólíkar og ekki þykir líklegt að þau nái strax vel saman.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!