KVENNABLAÐIÐ

Fæddi stúlkubarn á tónleikum Pink!

Um leið og P!nk hóf upp raust sína í laginu „Get The Party Started“ fór Denise Jones af stað, þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Denise var á tónleikum söngkonunnar Pink í Liverpool, Bretlandi, en Pink er á tónleikaferðalaginu Beautiful Trauma.

Auglýsing

Lagið „Get The Party Started“ var fyrsta lagið á tónleiknum.

Á Anfield leikvanginum var tekið á móti barninu með hjálp sjúkraliða, en falleg og heilbrigð stúlka fæddist á staðnum. „Ég ætlaði að láta hana heita Dolly Louise. En þar sem hún fæddist á tónleikunum ætla ég að láta hana heita Dolly Pink,“ segir nýbakaða móðirin.

Auglýsing

Stúlkan sem vóg 12 merkur og móður heilsast vel. Denise var komin 37 vikur á leið og fór á tónleikana með frænku sinni Chloe og öðrum vinum: „Ég er enn í gríðarlegu áfalli, en frekar svekkt að ég missti af tónleikunum,“ sagði Denise þegar hún var komin á kvennaspítalann í Liverpool. „Ég gæti samt ekki verið ánægðari núna!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!