KVENNABLAÐIÐ

Mun mannfólkið líta svona út árið 2100? – Myndir

Eins frábær og okkur þykir tæknin getur hún haft áhrif á líkama og líkamsstöðu okkar. Þetta eru niðurstöður þrívíddarmódels vísindamanna sem segja að notkun síma og tölva geti breytt okkur í framtíðinni.

Í dag er oft talað um „tech neck” eða óþægindi í hálsi sem orsakast af of mikilli símanotkun. Sinaskeiðabólga er einnig þekkt, við pírum augun og mikið álag er á þeim.

Auglýsing

„Mindy” er líkan sem fyrirtækið Tollfreeforwarding bjó til og segir það byggja á framtíðarspá vísindamanna.

te4

 

Mindy er með kryppu sem orsakast af því að fólk situr fyrir framan tölvur tímunum saman og hálsinn er boginn af því að horfa á síma. Hálsvöðvarnir hafa vaxið til að minnka skaðann sem slæm líkamsstaða orsakar: „Að nota marga klukkutíma að horfa niður á símann þinn setur mikla spennu á hálsinn og hrygginn,” segir Caleb Backe heilsuráðgjafi hjá Maple Holistics.

„Þannig þurfa vöðvarnir í hálsinum að vinna aukavinnu til að styðja við höfuðið.”

te9

Höfuðkúpa Mindyar hefur þykknað, til að hjálpa heilanum að verjast rafsegulbylgjum frá símum og öðrum tækjum – þetta er eitthvað sem margir telja að hafi slæm áhrif á heilsuna.

Auglýsing

Heili hennar hefur minnkað, samkvæmt nýjustu vísindarannsóknum sem segja að kyrrsetulífsstíll minnki heilastarfsemi.

Hendur hennar hafa þróast í átt að krumlu og olnboginn er í 90° vegna snjallsímanotkunar.

te1

„Við höldum á símanum þannig að við erum með fingurna kreppta og olnboginn er ofast í 90°gráðu beygju. Þetta er orsakað af bólgum í taugum (ulnar) sem liggur innar frá olnboganum,” segir

Dr Nikola Djordjevic frá Med Alert Help. „Að hafa olnbogann krepptan lengi orsakar doða, tilfinningaleysi og kitl í fingrum, sársauka í framhaldlegg og kraftleysi í höndum.”

Það sem er kannski hvað óhugnanlegast (eins og þetta sé ekki nóg) er auka augnlok sem hefur þróast. Það kemur vegna þess að sía þarf út of mikið ljós frá tækjum sem notuð eru.

 

Kasun Ratnayake frá Háskólanum í Toledo segir að mannkynið geti þróast á þennan hátt sem vörn gegn ljósunum frá tækjunum sem við venjum augun við: „Mannfólkið getur þróað stórt innra augnlok til að verjast ljósum. Það gæti verið þannig að það blokki blátt ljós en ekki önnur s.s. gul, rauð eða græn.

te2

Þrátt fyrir að módelið af Mindy sé afskaplega öfgakennt og er hannað til að vekja okkur til umhugsunar getur það gefið áhugaverða sýn á hvernig mannkynið hugsanlega geti þróast, verði ekkert að gert.

„Tæknin gefur okkur sannfæringu, tengingu, skemmtun og svo margt fleira – en það er fórnarkostnaður,” segir Jason O’Brien, framkvæmdastjóri TollFreeForwarding.com, sem bjó Mindy til.

te3

„Við getum ofnotað tæknina og heilsan okkar gæti þurft að borga. Þrátt fyrir augljósan ávinning sem ekki er hægt að hunsa er ágætt að íhuga notkunina til að sjá hvort þú sért að eyðileggja eitthvað til langframa.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!