KVENNABLAÐIÐ

Mischa Barton hætt með kærastanum

The Hills leikkonan Mischa Barton sem hefur átt farsæla endurkomu í sjónvarp hefur nú sagt skilið við kærastann til tveggja ára, James Abercrombie.

Auglýsing

„Mischa átti kærasta þegar tökur þáttanna hófust,” segir innanbúðarmaður hjá MTV, en þar eru þættirnir framleiddir. „Hún hætti með honum fyrir um tveimur vikum og er bara að njóta lífsins ein núna.”

James er áströlsk fyrirsæta, sonur Andrew Abercrombie, fyrrum stjórnmálamanns. James mun erfa fjölskylduna en það eru um 574 milljón dalir!

Auglýsing

Í júnímánuði 2017 sendi talsmaður James frá sér yfirlýsingu og staðfesti að þau Mischa væru í sambandi: „James er í sambandi með hinni vel þekktu leikkonu Mischa Barton. James hitti Mischu í teiti í Los Angeles aðeins fyrir mánuði síðan. Þau fóru svo í stutta ferð til Frakklands. Hann er nú kominn til baka til Los Angeles og þau eyða miklum tíma saman.”

Mischa hafði ákveðnar efasemdir um James en nú hefur það verið staðfest: „James er bara ekki manneskjan sem hún hélt hann væri! Hún einbeitir sér að sjálfri sér og ferlinum. Hún var orðin þreytt á dramanu í kringum hann.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!