KVENNABLAÐIÐ

Endurgerð Beverly Hills 91210 í uppnámi

Mikil eftirvænting er eftir nýju þáttunum Beverly Hills 90210. Það ríkir mikið drama, en ekki í þeim sjálfum heldur baksviðs!

„Þau hófu upptökur loksins fyrir nokkrum dögum síðan, en þurfa að flýta sér þar sem frumsýna á þættina í ágúst,” segir innanbúðarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

Þáttaröðin sem mun kallast BH 90210, á að vera frumsýnd þann 7 ágúst á Fox. Það hafa verið endalausar seinkanir, vegna þess að sumir handritshöfundanna hafa hætt og svo má auðvitað nefna skyndilegt fráfall Luke Perry í mars.

„Stöðin er mjög ósátt við þessar seinkanir og þeir hafa auglýst grimmt að frumsýnt verði í ágúst. Þeir eru ekki alveg 100% ánægðir með leikstjórnina heldur þannig bundnar eru vonir við að framleiðendurnir og leikararnir muni halda þessu uppi.”

Auglýsing

Búist er við að þættirnir verði meiri skopstæling á fyrri þáttunum, en í þeim leika Shannon Doherty, Jason Priestley, Jennie Garth, Ian Ziering, Gabrielle Carter, Brian Austin Green og Tori Spelling.

Einnig hefur verið drama milli leikaranna, þó sérstaklega Tori, sem er skuldum vafin og hefur ferillinn ekki verið upp á marga fiska. Hún vill ekki sýna hvernig lífi hún lifir í dag.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!