KVENNABLAÐIÐ

Ein stærsta vatnsrennibraut heims komin til Benidorm á Spáni

Íslendingar eru afar hrifnir af Spáni og nú berast góðar fréttir fyrir þá sem þora! Ein stærsta vatnsrennibraut heims er nú staðsett í Aqualandia sem margir kannast við, en garðurinn er á Benidorm.

Auglýsing

aqua

Brautin heitir Cyclon og er full af beygjum, föllum og dropum. Þú lendir svo í hringiðu eða svelg sem er 20 metrar í þvermál og 200 metrar á lengd.

Auglýsing

aqau2

Iðkendur geta náð allt að 60 km hraða á klukkustund áður en þeir lenda í hringiðunni. Það geta allt að fjórir farið í bununa saman, þannig öll fjölskyldan getur skemmt sér!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!