KVENNABLAÐIÐ

Elin Nordegren, fyrrverandi eiginkona Tiger Woods, er með barni: Myndir

Elin Nordegren sem er fyrrverandi eiginkona og barnsmóðir golfarans alræmda Tiger Woods er ólétt. Hún hefur ekki verið áberandi síðan þau skildu vegna framhjáhaldsmála hans árið 2010.

tig8

Hin sænska Elin (39) sást á fótboltaleik sonar hennar með bumbu. Er þetta hennar þriðja barn.

Auglýsing

Elin á tvö börn með Tiger, Charlie sem er 10 ára og dótturina Sam sem er 11 ára.

tig5

Fyrirsætan var mjög róleg, sat í stól og spjallaði í símann. Hún blandaði geði við aðra foreldra einnig á meðan hún horfði á soninn spila.

tig3

Ekki er vitað hver barnsfaðir hennar er.

tig0

„Elin hefur verið „undir radarnum“ undanfarin ár. Tiger og kærastan hans, Erica Herman, hafa frekar mætt á fótboltaleiki sonarins að undanförnu“ segir vinkona Elinar. „Enginn vissi að hún væri ólétt! Hún hlýtur að vera komin nokkra mánuði á leið. Hún er aldrei með neinum, við vissum ekki að hún ætti kærasta.“

Auglýsing

tig 23

Elin var í sambandi við milljarðamæringinn Chris Cline eftir að hún skildi við Tiger. Þau hættu saman árið 2014 eftir að hafa hist í ár. Þau fóru svo aftur að hittast árið 2016.

tig 1

Upp komst um Tiger árið 2009. Þá hafði hann haldið framhjá Elin með allt að 120 konum í fimm ára hjónabandi þeirra. Þetta skaðaði feril hans, en hann hefur ekkert unnið af viti á golfmótum í mörg ár, ekki fyrr en nú í apríl á þessu ári, þá vann hann fimmta Masters titilinn sinn, sem er fyrsti sigurinn síðan í opna bandaríska meistaramótinu árið 2009.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!