KVENNABLAÐIÐ

Gwyneth býr ekki lengur með eiginmanni sínum, Brad Falchuk

Er annar skilnaður á leiðinni hjá leikkonunni og heilsufrömuðnum Gwyneth Paltrow? Hún hefur nú sagt opinberlega að þau hjónin búi ekki saman alltaf, heldur fjórar nætur í viku.

Auglýsing

„Oh, allir giftu vinir mínir segja að þetta hljómi dásamlega og við ættum ekki að breyta neinu,“ segir Gwyn (46) í viðtali hjá The Sunday Times um hvernig það sé þegar eiginmaðurinn fer „heim til sín“ þrjú kvöld í viku.

Gwyneth segir að „nándarþjálfarinn“ hennar (e. intimacy coach) hafi samþykkt samkomulagið sem þykir harla óvenjulegt. Segir hann að þetta gefi „pólun“ á sambandið, eða jafnvægi.

Auglýsing

Gwyn á tvö börn með fyrrum eiginmanninum Chris Martin og þegar þau skildu sagði hún að þau væru „vísvitandi að fjarlægjast hvort annað.“

Brad og Gwyn voru saman í þrjú ár áður en þau giftu sig í september 2018. Í desember höfðu. þau ekki flutt inn saman: „Við erum að gera þetta á okkar hátt. Ég hef aldrei verið stjúpmóðir áður. Ég veit ekkert hvernig maður gerir það. Það er erfitt með táninga.“

Gwyn og Brad sáust í hávaðarifrildi í Los Angeles í lok mars: „Þau voru hreinlega brjáluð út í hvort annað,“ sagði sjónarvottur.

Vinur leikkonunnar segir: „Gwyneth getur verið mjög erfið. Hún er vön að fá sínu framgengt í fyrirtækinu sínu Goop, sem og í kvikmyndabransanum.“

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!