KVENNABLAÐIÐ

Internetið kennir Bradley Cooper um skilnaðinn

Eins og flestir sem fylgjast með slúðri ættu að vita, eru Bradley Cooper og ofurfyrirsætan Irina Shayk skilin. Það gerðist fljótt, en HÉR má lesa um það.

Auglýsing

Nú er verið að velta fyrir sér hvort vinátta hans við Lady Gaga hafi haft eitthvað um skilnaðinn að gera.

Irina sást um 12 tímum eftir að tilkynnt var um skilnaðinn, á leið út á flugvöll, skælbrosandi. Fólk hafði á orði að það væri nú bara gott hjá henni!

Auglýsing

Margir vildu einmitt meina að vinátta/ást Lady Gaga og Bradleys hafi verið skilnaðarþáttur. Einn sagði: „Ef Lady Gaga og Bradley Cooper verða ekki saman í lok árs ætla ég aldrei að hlusta á „Shallow“ aftur!“

Við munum hinsvegar ekki vita alla söguna…eða það er ólíklegt. Hér er myndband um allt það nýjasta í málinu:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!