KVENNABLAÐIÐ

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman

Fréttir úr Hollywood: Leikarinn Bradley Cooper og Irina Shayk eru hætt saman. Fréttir hafa borist um að samband þeirra hafi hangið á bláþræði dögum saman en þau hafa verið saman í fjögur ár. People hefur nú staðfest að Irina og Bradley eru opinberlega hætt saman.

Auglýsing

Nafnlaus heimildarmaður segir að fyrrum parið sé að „vinna í sameiningu að því hvernig forræði dóttur þeirra, Lea De Seine sé háttað“ en hún er fædd árið 2017.

Fréttirnar bárust eftir að Irina sást án trúlofunarhringsins og sagt var að hún hefði flutt út.

Auglýsing

E! sagði frá því í gær að Cooper og Shayk hefðu verið að vinna í sínum málum og dóttirin væri eina ástæðan fyrir að þau væru enn saman.

„Þau hafa spurt sig hvað sé best fyrir dóttur þeirra. Þau vilja vera saman fyrir hana, en hvorugt er hamingjusamt.“
Þau hafa því tekið sér pásu frá hvort öðru: „Þau hafa verið aðskilin til að athuga hvort betra sé fyrir þau að vera í sitthvoru lagi. Þau hafa fjárfest í heilmiklu og það er erfitt að ganga alveg í burtu. Þau eru að upphugsa ýmsa valmöguleika og eru að reyna að finna sína leið. Þau elska litlu dótturina mikið og það mun aldrei breytast, sama hvað.“

Page Six hefur sagt frá þessu sama: „Vegna dótturinnar halda þau áfram að reyna. Hlutirnir eru ekki í lagi. Hvorugt er ánægt. Sambandið hangir á bláþræði.“

Þetta hlýtur að varpa upp spurningum í kjölfar myndarinnar A Star is Born. Lady Gaga hætti með kærastanum í febrúar, en Irinu virtist vera sama um ástleitni Bradleys og Lady Gaga. Spurning hvort eitthvað hafi verið hæft í þessu öllu?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!