KVENNABLAÐIÐ

Sofia Richie orðin örvæntingarfull því Scott Disick hefur ekki beðið hennar enn

Hin tvítuga Sofia Richie er orðin mjög pirruð, segja vinir hennar, því hún óttast að raunveruleikastjarnan Scott Disick (36) sem jafnframt er barnsfaðir Kourtney Kardashian, eigi aldrei eftir að biðja um hönd hennar.

Auglýsing

„Sofia er orðin mjög óþolinmóð,” segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við PopSugar. „Hún hefur verið mjög sátt og reynt að halda andliti og haldið í þá von að hann myndi vilja biðja hennar en hún er farin að örvænta núna.”

Auglýsing
Sofia og Scott hættu tímabundið saman árið 2018 þegar hann gerði sér dælt við aðra konu. Þau eru nú saman á nú og hafa verið að tala um trúlofun í marga mánuði. Scott er orðinn „fáskiptinn og hefur varla tíma fyrir hana lengur” segir heimildarmaðurinn.

Sumir hafa spurt sig hvort Kourtney sé um að kenna?

Þrátt fyrir að Sofia hafi að mestu sætt sig við samband Scotts við barnsmóður sína og þær orðnar vinkonur er hún að efast um hvort það sé rétt: „Sofia telur að það sé meira í pokahorninu þegar kemur að þessu,” heldur hann áfram. „Hún hefur viljað þetta sama í meira en ár – hring og barn – og Scott verður að gera eitthvað í þessu strax, annars missir hún þolinmæðina.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!