KVENNABLAÐIÐ

Bretar eru furðu lostnir að vita hvar Þjóðverjar geyma þvottavélarnar sínar

Í Bretlandi eru þvottavélarnar geymdar í eldhúsinu. Já, það er rétt – við Íslendingar erum vanastir að hafa þær í geymslu/þvottahúsi eða bílskúr, ekki satt?

þv 2

Auglýsing

Bretar þekkja það ekki. Næstum hvert einasta eldhús í Bretlandi hefur þessi lykilatriði í eldhúsinu: Eldavél, ofn og þvottavél.

þv in

Þeir sem hafa efni og pláss setja líka uppþvottavél og jafnvel þurrkara í eldhúsið, en það er nánast segin saga; þvottavélin er í eldhúsinu.

Auglýsing

þv tw2

Í Þýskalandi þekkist þetta ekki – þeir hafa þær á baðherberginu. Bretum þykir þetta með ólíkindum, en er það ekki rökrétt að hafa þvottavélina á baðherberginu? Þ.e. ef þú hefur val?

þv tw

 

Okkur kann að þykja þetta sjálfsagt, en málið hefur vakið mikla athygli eftir að notandi tvítaði myndum af baðherberginu sínu…með þvottavélinni. Melis segir: „Í Þýskalandi er það EÐLILEGASTI HLUTUR Í HEIMI að þvottavélin sé staðsett á baðherberginu, ekki í eldhúsinu þar sem hún á svo sannarlega ekki heima???”

Þannig við verðum að spyrja – hvort er eðlilegra, að hafa þvottavélina í eldhúsinu eða baðherberginu?

 

Hvort er eðlilegra?
Eldhúsið
Baðherbergið
Created with QuizMaker

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!