KVENNABLAÐIÐ

Kevin Spacey er fyrir rétti vegna kynferðisbrota: Segir að sönnunargögnin séu fölsuð

Leikarinn alræmdi, Kevin Spacey, segir að í tilfelli þar sem hann er ásakaður um að hafa káfað á 18 ára manni á veitingahúsi í Nantucket, sé um að ræða „fölsuð“ sms skilaboð sem hafa verið notuð sem sönnunargögn.

Kevin segist alsaklaus af þessu athæfi.

Auglýsing

Sönnunargögn sem komu fyrir réttinn 31. maí voru m.a. textaskilaboð frá meintu fórnarlambi, William Little.

Samkvæmt lögfræðingi Spacey sendi William lögreglunni skjáskot af því sem hann sendi öðrum varðandi þetta kvöld. Annars vegar milli hans og þáverandi kærustu, svo hins vegar þar sem hann sendi sex öðrum í hóp. Þetta var í nóvember 2017.

Mánuði seinna lét móðir Williams, Heather Unruh, síma Williams af hendi til lögreglu og leyfði leit í símanum.

Auglýsing

Spacey segir að rannsókn á símanum sýni að eytt hafði verið hluta skilaboðanna. Þrátt fyrir það hafði hann verið ákærður.

Lögfræðingur Spacey segir einnig að lögreglan hafi haldið eftir sönnunargögnunum í meira en ár, s.s. frá nóvembermánuði 2017 þar til í janúar 2019.

Þykir lögfræðingunum greinilegt að William hafi haft mikið fyrir að fjarlægja textaskilaboð sem ekki þjónuðu söguþræðinum sem hann vildi að kæmi fram.

Einnig var bent á tengsl aðalaðstoðarmanns saksóknarans, Michael Trudeau við móður Williams.

Sagði Trudeu: „Ég var að heimsækja systur mína í Miami og hún minntist á að hún þekkti móður Williams, Heather, mjög vel. Þau hafa deilt húsum í fríum og farið í frí saman. Við ræddum ekki málið né smáatriði þess. Systir mín segist ekki hafa verið í sambandi við fjölskyldu hans síðan árið 2017 og vissi ekkert um atvikið. Hvort þetta geti skapað tengsl, veit ég ekki, en tel mikilvægt að báðir aðilar viti af þessu.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!