KVENNABLAÐIÐ

Kit Harington í meðferð: Myndir

Game of Thrones stjarnan Kit Harington hefur nú verið í meðferð vegna streitu og áfengisneyslu eftir að síðasta þáttaröðin endaði.

Myndir náðust af Kit (32) í félagsskap ónefndrar konu nálægt meðferðarheimilinu Privé-Swiss þar sem hann dvelst þessa dagana.

Auglýsing

kit3

Var hann í gráum gallabuxum, svörtum stuttermabol og í hvítum strigaskóm með húfu. Hann hélt á stórum íþróttapoka.

Stjarnan sem lék Jon Snow í ævintýraþáttunum hélt alvarlegum svip meðan hann var myndaður, en hann leit út fyrir að vera frekar dapur.

Auglýsing

kit5

Kit brosti þó að einhverju sem samferðakonan sagði.

Fyrr í vikunni var sagt frá því að Kit hefði tékkað sig inn á heilsuhælið Privé-Swiss í Connecticut, Bandaríkjunum.

kit2

Kit sagði að tökurnar á áttundu þáttaröð GOT hefðu verið „stressandi” sérstaklega eftir að hann komst að örlögum persónu sinnar í lokaþættinum.

kit4

Talsmaður hans sagði: „Kit hefur ákveðið að nýta sér fríið sem tækifæri til að eyða tíma á heilsuhæli til að vinna í persónulegum málum.”

Kit sagði að hann hefði verið dapur að hætta í þáttunum: „Þetta hefur aldrei verið vinna fyrir mér. Þetta hefur verið líf mitt og verður alltaf það frábærasta sem ég hef gert og verið hluti af, og þetta fólk hefur verið fjölskylda mín.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!