KVENNABLAÐIÐ

Skapandi konur leiða fjölbreytt krakkanámskeið í sumar: Leiklist, tónlist og jóga!

Í sumar munu þrjár afar ólíkar, skapandi og flottar konur halda námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára sem inniheldur skemmtilega blöndu af jóga, tónlist og leiklist.

Þær eru Guðrún Bjarnadóttir leikkona, Arndís Hreiðarsdóttir (Dísa) tónskáld/ tónlistarkona og Eydís Eir Brynju- Björnsdóttir kvikmyndagerðakona og jógakennari.

Auglýsing

„Hugmyndin kom upp þar sem við allar erum algjörar barnakellingar, höfum unnið með börnum og erum umkringdar börnum dags daglega. Ég á son sem er algjör fjörkálfur, greindur með ofurkraftinn ADHD segir Eydís með bros á vör. „Hann þarf að breyta til reglulega og ég veit að jóga hjálpar honum að efla aðra hæfileika og athygli til muna en honum finnst einnig mjög gaman að tjá sig á leikrænan máta og í tónlist. Hann vill fjölbreytileika.“

Dísa starfar sem sérkennari í leikskóla, kennir píanó og á trommur og hefur tekið þátt í verðuga verkefninu Stelpur Rokka síðastliðin fimm ár.

Auglýsing

„Við fæðumst öll listamenn eins og hinn þekkti listamaður Picasso sagði forðum að þá gerist eitthvað ólýsanlegt þegar krakkar fá að vera í umhverfi sem þau fá að koma hugmyndum sínum á framfæri óhrædd og óhefluð, fá tækifæri til að tjá sig í gegnum leik og tónlist. Það er auðvitað heilmikill leikur í barnajóga,” segir Dísa en hún lauk Childplay krakkajógakennaranámi nú í vetur og hefur notað það mikið í starfi sínu sem kennari.

“Það er vitað mál að þegar við róum hugann og tengjumst þá eflist sköpunarkrafturinn,”segir Guðrún. „Eins og Dísa sagði þá veit ég að við fæðumst öll listamenn. Við höfum öll ákveðna persónuleika og orðið persóna þýðir gríma sem á svo vel við í daglegu lífi þar sem við erum öll að setja upp mismunandi grímur eftir aðstæðum hverju sinni. Það er svo gaman að fylgjast með börnum og hvað þau eru sönn og heil í eðli sínu. Þau eru ekki jafn mótuð af samfélaginu, þessar reglur um hvað má og má ekki. Leiklistin gefur því barninu frelsi til að vera það sjálft en um leið leika sér að sínum eiginleikum og styrkja ímyndunaraflið. Hvar væri samfélagið ef ekki væri fyrir frjótt ímyndunarafl?“ spyr Guðrún brosandi.

Námskeiðið fer fram í sumar og fyrsta námskeiðið er frá 18-21. júní og enn nokkur laus pláss.

Næstu námskeið fara fram í júlí og ágúst en um er að ræða 4-5 daga námskeið, þrjá tíma í senn.

Nánari upplýsingar eru hér:

http://yogadis.is/skapandi-krakkar/

www.facebook.com/skapandikrakkar

skapandikrakkar@gmail.com

787 66 36

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!