KVENNABLAÐIÐ

Serena Williams hefur nú þegar hitt Archie!

Meghan Markle og Harry Bretaprins eru nú í óða önn að kynna drenginn sinn, Archie, fyrir einum helstu stjörnum í heimi. Þrátt fyrir að hann sé aðeins nokkurra vikna gamall hefur hann blandað geði við eitthvað af frægasta fólki í heimi.

Auglýsing

Tennisstjarnan Serena Williams var eins fyrsta utan fjölskyldunnar að hitta Archie litla. Samkvæmt Daily Mail hitti hún barnið í síðustu viku ásamt eiginmanni sínum Alexis Ohanian. Svo fór Serena til Parísar að spila á opna franska meistaramótinu.

Þrátt fyrir að Serena hafi ekki póstað neinum myndum af barninu, póstaði hún myndum af sjálfri sér í fötum sem hún hannaði sjálf í ríkmannlegu herbergi. Var talið að þetta gæti verið mynd sem tekin var í Frogmore Cottage, þar sem tímasetningin stóðst.

Auglýsing

Serena og Meghan eru gamlar vinkonur, hún kom í brúðkaupið í fyrra og stóð fyrir steypiboðinu hennar í New York. Segir Serena að hún sé fullkomnunarsinni: „Að undirbúa eitthvað svona er erfitt. Ég er fullkomnunarsinni svo ég er bara, „ókei, gerum þetta fullkomið.” Þetta hafa verið pakkaðir dagar.”

Enn er óvíst hverjir koma til með að verða guðforeldrar Archie. Harry og Meghan hafa ekki tilkynnt hverjir þeir verða, en líklegt er að besta vinkona Meghan, Jessica Mulroney, verði þeirra fyrsti valkostur. Hún ferðaðist frá Kanada til að hitta Archie litla fyrir skömmu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!