KVENNABLAÐIÐ

Kendall Jenner og kærastinn hætt saman eftir að hún talaði opinberlega um hjónaband

Ofurfyrirsætan Kendall Jenner er einhleyp á ný. Kendall (23) og NBA stjarnan Ben Simmons (22) eru ekki par lengur. Fréttirnar koma nokkrum dögum eftir að hún opnaði sig við ástralska Vogue. Þar var hún spurð hvort hún sæi fyrir sér að giftast honum í framtíðinni og svaraði hún: „Kannski. Pottþétt ekki núna, en kannski einn daginn.“

Auglýsing

Ben og Kendall voru saman í þónokkurn tíma þrátt fyrir að hún hafi ekki gert það opinbert fyrr en í febrúar á þessu ári í þætti Ellenar.

Auglýsing

Ben djammaði í Atlantic City fyrr í mánuðinum. Hann ku hafa sagt vinum sínum að þau Kendall væru hætt saman. Vangaveltur þess efnis hafa oft ratað í slúðurmiðla, sérstaklega því þau hittust sjaldan.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!