KVENNABLAÐIÐ

CNN fjallar um stuðning Hatara við Palestínu

Fréttamiðlar víða um heim hafa fjallað um stuðningsyfirlýsingu Hatara við Palestínu og bandaríski fréttamiðillinn CNN birtir ítarlega greiningu á atvikinu sem Sykur hefur þegar fjallað um. Öryggisgæsla reyndi að fjarlægja fánana, en um það má lesa hér.

Auglýsing

Í greininni er sagt frá að Hatari hafi í lok keppninnar haft uppi Palenstínska fána til að mótmæla Ísrael. Er sagt að beðið hafi verið eftir atriðinu með eftirvæntingu þar sem búist var við að þeir myndu sýna andóf sitt í verki. Ekkert bólaði þó á því í atriðinu sjálfu, en tækifærið gafst í lok keppninnar.

Auglýsing

Madonna sýndi sitt í verki með palenstínska fánanum á baki eins dansarans, en dansarinn við hlið hennar var með ísraelska fánann og gengu þeir báðir út af sviðinu hönd í hönd. „Við skulum aldrei vanmeta kraftinn í tónlistinni sem færir fólk saman,“ sagði söngkonan áður en hún steig á svið.

mad pal

a amd

Greinina á CNN má lesa HÉR.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!