KVENNABLAÐIÐ

Ástæða þess að Meghan Markle skildi við fyrri eiginmann sinn

Nýr heimildarþáttur varpar ljósi á líf Meghan Markle áður en hún hitti Harry Bretaprins. Leikkonan og hertogaynjan af Sussex fæddi fyrsta barn sitt á dögunum, Archie, ári eftir að þau gengu í hið heilaga.

Þetta var annað hjónaband Meghan, en hún hafði áður verið gift Hollywoodframleiðandanum Trevor Engelson á árunum 2011-2013.

Auglýsing

Meghan tjáir sig afar sjaldan um þetta dauðadæmda hjónaband, en sjónvarpsstöðin Cannel 5 hefur nú gert heimildarmynd þar sem ætlað er að svara spurningunum um hjónabandið.

Tveimur árum eftir brúðkaupið sem átti sér stað á Jamaica árið 2011 skildu þau vegna ósættis.

Auglýsing

Blaðakonan sem sérhæfir sig í málum bresku konungsfjölskyldunnar, Ashley Pearson, kom fram í þættinum Meghan Markle: Movies, Marriage & Motherhood, sem frumsýndur var um síðustu helgi, segir að leikferill Meghan hafi bundið enda á sambandið:

„Þau voru saman í sjö ár, gift í tvö. Vandamálið við hnappelduna var fjarlægðin milli þeirra. Um leið og þau giftu sig fékk hún hlutverk í Suits og hún var í Toronto, hann í LA.”

Sambandið hreinlega entist ekki

Trevor gekk aftur í hjónaband, nokkrum dögum eftir að Archie fæddist. Gekk hann að eiga næringarfræðinginn Tracey Kurland en hann trúlofaðist henni tveimur vikum eftir konunglega brúðkaupið árið 2018.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!