KVENNABLAÐIÐ

Guðna forseta sýnist Hatarar vera ljúfir drengir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, óskar Hatara til hamingju með sigurinn í undankeppni Söngvakeppninnar í ár. Birti hann skilaboðin á Facebooksíðu sinni og segir:

Auglýsing

Ég óska liðsmönnum Hatara til hamingju með þann góða árangur að komast í úrslit Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Þeir virðast vera ljúfir drengir, eins og þeir eiga kyn til. Nú er bara að vona að lukkan verði Hatara hliðholl í úrslitakeppninni sjálfri á laugardaginn. Þá verðum við Eliza í Winnipeg í Kanada, að fagna aldarafmæli Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi. Við munum að sjálfsögðu senda Hatara hlýja strauma þaðan.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!