KVENNABLAÐIÐ

Kate og William hafa enn ekki séð Archie, son Meghan og Harry

Það eru átta dagar liðnir síðan Archie Harrison, sonur Meghan og Harry kom í heiminn en enn hafa Kate Middleton og William prins ekki séð hann.

Hertoginn og hertogaynjan af Cambridge hafa verið mjög upptekin að undanförnu við skyldustörf en áætlað er að þau hitti frændann í dag – þriðjudaginn 14. maí.

Auglýsing

Elísabet Bretadrottning og Philip prins hafa nú þegar orðið heiðursins aðnjótandi að hitta litla prinsinn og einnig móðir Meghan, Doria Ragland.

„Harry og Meghan nutu fyrstu helgarinnar með honum sem foreldrar, þau fögnuðu mæðradeginum og fengu heimsóknir frá fáeinum vinum,“ sagði talsmaður hallarinnar í viðtali hjá PEOPLE.

Auglýsing

Þrátt fyrir að flestir viti að ekki er hlýtt á milli Cambridge og Sussex hjónanna, er þetta síðasta útspil aðeins til að bæta gráu á svart. Talsmenn segja þó að það sé eingöngu vegna anna, ekkert annað, en fólk ímyndar sér annað.

Deginum eftir að Archie fæddist opnuðu Kate og William siglingamót í London, þann næsta fóru þau til Norður-Wales til að vera viðstödd viðburði.

Einnig tók það þau 10 klukkustundir að óska nýbökuðu foreldrunum til hamingju.

Nokkrum dögum áður en Archie fæddist sagði William að hann hefði „enga hugmynd“ um hvenær Archie myndi fæðast. En þegar hann ræddi við fréttamenn daginn eftir sagðist hann vera í „sjöunda himni.“

„Ég býð bróður minn hjartanlega velkominn í félag svefnlausra sem er foreldrahlutverkið!“ sagði hann.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!