KVENNABLAÐIÐ

Eiginmaður Jenelle Evans skaut og drap hundinn þeirra

Eiginmaður raunveruleikastjörnunar Jenelle Evans, David Eason gæti fengið 120 daga fangelsisdóm fyrir að skjóta og drepa hundinn þeirra Nugget. David drap hundinn eftir að hann ógnaði dóttur þeirra Ensley.

Auglýsing

Samkvæmt fréttasíðunni “E! News” eru yfirvöldin í Los Angeles komin í málið og samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni hefur David ekki enn verið ákærður og engar handtökur hafa verið gerðar en hann gæti fengið upp að 120 daga fangelsisdóm ef hann verður fundinn sakur í málinu fyrir að myrða hundinn sinn. Ef rannsóknin á málinu sýnir fram á það að morðið hafi verið gert af ástæðulausu þá gæti hann fengið 25 mánaða fangelsisdóm. David birti mynd af sér og dóttur sinni á Instagram og skrifaði undir myndina sér til varnar „Mér er alveg sama hvaða dýr reynir að bíta barnið mitt í andlitið, hvort sem að það er þinn hundur eða minn, hundur er hundur og ég læt mig ekki hafa svona. Eina manneskjan sem getur dæmt um það hvort að hundurinn minn hafi reynt að ráðast á barnið MITT er ÉG.”

Auglýsing

Skiljanlega var kona hans Jenelle viti sínu fjær af hræðslu eftir atvikið og yfirgaf heimilið. Einnig birti hún mynd á Instagram með mynd af hundinum þeirra Nugget og skrifaði „Nugget… ég græt á hverjum degi. Ég elska þig svo mikið og mér þykir þetta svo leitt. Ég er orðlaus. Þú varst minn besti vinur og þú komst að kúra með mér um leið og þú fannst á þér að mér leið illa. Þú áttir enn þá eftir að læra mikið, á hverjum degi vakna ég og þú ert ekki hérna, þegar ég kem heim þá ertu ekki hérna, þegar ég fer að sofa þá ertu ekki hérna. Þú ert farinn að eilífu og kemur aldrei aftur.”

Jenelle sagði „Us Weekly“ að David „hafi farið með hundinn út í skóg og skotið hann þar“ og að hún sé alvarlega að íhuga að skilja við hann og kæra hann fyrir þetta hræðilega atvik.

nugg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!