KVENNABLAÐIÐ

Zac Efron svarar gagnrýnendum vegna Ted Bundy myndarinnar

Netflix gefur út mynd um raðmorðingjann Ted Bundy og fer enginn annar en Zac Efron með aðalhlutverkið í henni. Myndin heitir Extremely Wicked, Shockingly Evil, and Vile og kemur út á netflix föstudaginn 3 maí. Þegar Zac var spurður út í gerð myndarinnar og hann sagði að honum þótti mjög erfitt að aðskilja sjálfan sig frá raðmorðingjanum/nauðgaranum og hafa margir gagnrýnendur sagt að þeim finnist myndin vera að fókusa meira á útlit Ted Bundy’s heldur en á glæpina sem hann framdi.

Auglýsing

Þeim finnst myndin ekki beina nógu mikilli athyggli á það að hann myrti fleiri en 30 konur og að myndin líti frekar út fyrir að vera ástarsaga heldur en að fjalla um alla hræðilegu hlutina sem hann gerði. En aftur á moti segja líka margir að útlit Ted Bundy’s hafi verið stór partur af því hvers vegna hann komst svona auðveldlega upp með alla þessa glæpi sem hann framdi.

Auglýsing

Zac svaraði þessu ummælum og sagði:

„Þetta er einfaldlega saga um það hvernig heimurinn gat heillast svona mikið af skrímsli. Ég er ekki að leika raðmorðingja til þess að lata hann líta vel út. Þetta er mikilvægt fyrir fólk að heyra.” Hann sagði líka að Ted hafi náð að komast upp með þetta svona lengi vegna þess að hann var

„myndarlegur hvítur maður. Talandi um hvít forréttindi! Það gæti enginn í dag komist upp með það sem að hann komst upp með svona lengi á sínum tíma.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!