KVENNABLAÐIÐ

Faðir Meghan Markle fær ekki að hitta barnabarnið sitt

Það bendir allt til þess að Meghan Markle ætli sér ekki að fyrirgefa föður sínum Thomas Markle og hann fær ekki að vera partur af lífi hennar og komandi barninu hennar.

Auglýsing

Thomas Markle mun ekki fá að vera partur af lífi komandi barnabarns síns og er í engum samskiptum við dóttur sína Meghan. Faðir hennar er þekktur fyrir það að tala við fjölmiðla um einkalíf dóttur sinnar og þess vegna hefur hún og konungsfjölskyldan tekið þá ákvörðun að loka á öll samskipti við hann. Hins vegar vonar hann að hann geti reynt að bæta samband sitt og dóttur sinnar eftir að hún eignast barnið. Thomas er búinn að vera óvenjulega þögull síðastliðna mánuði þegar að það kemur að því að tala við fjölmiðla og margir trúa því að það sé vegna þess að hann sé að reyna að vinna traust dóttur sinnar aftur, þar sem að hún er að fara eiga sitt fyrsta barn. Blaðamaðurinn Katie Nicholl segir cosmopolitan.com

Auglýsing

„Við höfum ekki séð viðtal við Thomas Markle og höfum ekki heyrt orð frá honum sem kemur á óvart vegna tilhneygð hans til að tala við fjölmiðla. Ég veit að Thomas gaf fjölmiðlum persónulegt bréf sem Meghan skrifaði honum sem særði hana mjög mikið og þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir hana og stuttu eftir brúðkaupið hennar hafði hún samband við hann og bað hann um að hætta að tala við fjölmiðla um sig til þess að sanna fyrir þeim að honum sé treystandi.“

4fdb709f362fe16064f384166a132517

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!