KVENNABLAÐIÐ

Sean „Diddy“ Combs talar um dauðsfall kærustu sinnar

Aðeins örfáum dögum fyrir hörmulega og skyndilega dauðsfall Kim Porter’s var hugur hennar hjá börnunum sínum.

Sean “Diddy” Combs segir að henni var ekki búið að líða vel þremur dögum áður en hún lést.

„Hún var með flensu og sendi börnin sín í pössun til mín svo að þau myndu ekki smitast. Eitt kvöldið fór ég til hennar til þess að athuga hvernig henni liði og hún sagði mér bara að hugsa um krakkana sína. Það var það síðasta sem hún sagði við mig áður en hún dó.“

Auglýsing

Hann bætti svo við „ Það voru mikil öskur og mikill grátur” þegar að hann frétti að kærasta hans hefði dáið en síðustu orð hennar gáfu honum styrk. Hann hugsaði

„Hvað myndi Kim gera? Ég var hræddur og grét en um leið heyrði ég röddina hennar og ég heyrði hana segja við mig „passaðu upp á börnin mín.”

Kim Porter fannst látin heima hjá sér í Los Angeles þann 15 nóvember. Hún var 47 ára gömul og sagt er að dauðaorsök hennar hafi verið lungnabólga.

Auglýsing

Diddy og Porter áttu fjögur börn saman, Quincy, Christian og tvíburana D’lilu og Jessie.

diddy

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!