KVENNABLAÐIÐ

Hvar ætla prins Harry og Meghan Markle að eiga barnið sitt?

Doria Ragland hefur yfirgefið Los Angeles og er farin til London til þess að vera hjá dóttur sinni Meghan Markle þar sem að hún á von á sínu fyrsta barni. Kensington höllin sagði í október í tilkynningu sinni um að Meghan ætti von á barni að almenningur mætti búast við því að barnið kæmi í heiminn vorið 2019. Móðir hennar er mjög hamingjusöm og hlakkar mikið til að hitta fyrsta barnabarnið sitt.

Auglýsing

Suits leikkonan talaði aðeins um meðgöngu sína í janúar þegar að hún og eiginmaðurinn hennar prins Harry voru í göngutúr í Merseyside. Þá sagði hún að hún væri komin um það bil 6 mánuði á leið sem staðfesti það að hún ætti að eiga einhvern tímann í lok apríl eða byrjun maí. Hins vegar eru miklar líkur á því að Meghan og Harry ætli sér ekki að eiga barnið á St. Mary’s Hospital eins og bróðir Harry’s, William og kona hans Kate gerðu þegar að þau eignuðust sín börn.

Auglýsing

Meghan og Harry vilja ekki deila því með almenningi hvar þau ætla sér að eiga barnið. Kensington höllin útskýrði fyrir nokkrum vikum að þau ætla sér að halda öllum upplýsingum um fæðingarplön Meghan og Harry’s leyndum.

 Í yfirlýsingu frá höllinni stóð

„Þau eru mjög þakklát fyrir allan stuðningin sem almenningur hefur sýnt þeim til þess að bjóða barnið velkomið i heiminn.“ Yfirlýsingin hélt áfram:

„konungsfjölskyldan hefur tekið þá ákvörðun að halda áætlunum um komu barnsins leyndum um skeið. Þau hlakka hins vegar mikið til að deila spennandi fréttum með öllum þegar að þau hafa fengið tækifæri til að fagna því í einrúmi fyrst sem fjölskylda.“

meg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!