KVENNABLAÐIÐ

Cardi B deilir mynd af dóttur sinni Kulture á Instagram!

Cardi B birti fjölskyldumynd með eiginmanni sínum Offset og dóttur þeirra Kulture á Instagram á páskadag.

„Gleðilega páska frá mér til ykkar” skrifaði rapparinn við Instagram myndina á sunnudaginn. Á myndinni er Cardi í bleikum kjól og hvítum strigaskóm og brosir niður til dóttur sinnar sem er í fanginu á pabba sínum, Offset. Sú litla er í blómakjól með hárband í stíl á myndinni og Offset í svörtum gallabuxum og skyrtu.

Auglýsing

Cardi og Offset eignuðust saman sitt fyrsta barn í júlí 2018 en vildu ekki deila myndum af dóttur þeirra í byrjun. Cardi segist ekki vilja deila dóttur sinni með heimnum og vill halda einkalífi sínu á milli hennar og fjölskyldu hennar. Aðeins mjög nánir fjölskyldumeðlimir og vinir hafa fengið að hitta Kulture.

Auglýsing

pictured-cardi-b-offset-backstage-at-the-mandalay-bay-news-photo-952135574-1542751574

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!