KVENNABLAÐIÐ

Meghan Markle fór til Indlands – Myndband!

Meghan Markle fór til Indlands í janúar 2017 aðeins 9 mánuðum áður en hún trúlofaðist prins Harry. Meghan brosir breytt í myndbandinu og talar um ástríðu sína fyrir því að berjast fyrir aðgengi kvenna til menntunar á Indlandi.

„Við höfum komist að því að skráningin í þessum skóla er þrisvar sinnum hærri heldur en áður en við byggðum salernisaðstöðurnar hérna og núna hafa stúlkur aðgang að hreinlætisstöðu og baðherbergistöðu á meðan þær eru í skólanum.“ sagði hún á meðan myndavélin sýndi hana setja bindi á ennið sitt og mála með nemendunum. Myndbandið sýnir hana einnig vera að gróðursetja blóm með ungum stúlkum og hún gerði friðarmerkið á meðan hún öskraði með hópi stelpna „girl power!”

Auglýsing

„Þegar ég var þarna sögðu margar stelpur mér að þær skömmuðust sín fyrir að fara í skólann á meðan þær voru á blæðingum. Þær fóru oft með tuskur í stað dömubinda í skólann og gátu ekki tekið þátt í íþróttum og voru ekki með salernisaðstöðu til þess að sjá um sig og slepptu því oft frekar að fara í skólann. Á fleiri stöðum en bara á Indlandi, í  samfélögum út um allan heim er möguleiki ungra stúlkna til þess að ganga í skóla og mennta sig mun minni vegna þess að við erum of feimin til að tala um náttúrulegasta hlut í heimi.“

Auglýsing

„Og það sem ég hef að segja við því er að við þurfum að tala meira um þetta, virkja umræður um blæðingar og tíðir kvenna og stuðla að menntun stúlkna frá grunni og á heimilum okkar. Við þurfum að hætta að skammst okkar fyrir að tala um tíðir.

Meghan sem giftsti prins Harry í maí 2018 og er nú að búast við fyrsta barninu sínu með houm talaði einnig um mikilvægi femínisma, hún sagði „Ef hlutirnir eru rangir og það er skortur á jafnrétti þá þarf einhver að segja eitthvað og afhverju getur það ekki verið þú.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!