KVENNABLAÐIÐ

Billie Eilish hitti Justin Bieber á Coachella – Myndband!

Það er hægt að segja að Billie Eilish hafi gjörsamlega átt sviðið á tónlistarhátíðinni Coachella síðustu helgi og einning fékk hún að hitta hennar uppáhalds tónlistarmann Justin Bieber og hamingjan leyndi sér ekki.

Auglýsing

Eilish var í skýjunum eftir að hafa hitt einn af hennar uppáhalds tónlistarmönnum Justin Bieber. Hún sagði að draumur hennar hafi verið að fá að hitta poppstjörnuna síðan hún var 12 ára gömul. Hún sagði frá því í spjallþættinum hjá Ellen nokkrum dögum fyrr hvað hún væri mikill aðdáandi Biebers  og nokkrum klukkustundum eftir að þau hittust tweetaði Bieber um það hvað hann væri stoltur af frammistöðu Eilish á Coachella.

Auglýsing

Þau hittust á meðan Ariana Grande var á sviðinu og það sást langar leiðir að það gerði algjörlega daginn hennar Billie.

Myndband náðist af atvikinu og í því sést hvað Billie var hamingjusöm að fá að hitta hann og síðan deildu þau fallegu og löngu faðmlagi og dönsuðu síðan saman.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!