KVENNABLAÐIÐ

Demi Moore gefur út ævisögu sína

Demi Moore ætlar að gefa út ævisögu sína, bókin heitir “Inside Out” og í henni talar Demi ítarlega um fyrri hjónabönd sín með bæði Bruce Willis og Ashton Kutcher Í kjölfar þess segir hún frá því hvernig það var að rísa til frægðar í Hollywood og frá mikilvægustu tímapunktum lífs hennar. Moore hefur þurft að sigrast á fíkniefnaneyslu, átröskun og áföllum sem hún varð fyrir í barnæsku. Í bókinni talar hún um það og hvernig það hafði áhrif á líf hennar, sérstaklega þar sem að hún er ein frægasta leikkona í Hollywood.

Auglýsing

Í þessari tilfinngaþrungnu ævisögu segir Demi í ítarlegum smáatriðum frá fyrrum hjónaböndum sínum, einkalífi sínu, hún talar um samband sitt og móður hennar, og hvernig hún reynir að jafna út móðurhlutverk sitt og feril sinn sem leikkona. Inside out er saga um að lifa, að ná árangri og uppgjöf. Demi Moore og Bruce Willis voru gift frá árinu 1987 – 2000 og eiga þau saman þrjár dætur og hafa þau alltaf verið nánir vinir eftir að hjónabandinu lauk.

Auglýsing

Demi var svo gift „Two And A Half Man“ og „That 70’a Show“ leikaranum Ashton Kutcher frá árinu 2005-2011. Þau skildu svo árið 2013 tveimur árum eftir að sambandinu lauk og var Kutcher sagður hafa haldið framhjá Demi á brúðkaupsafmælinu þeirra.Ævisaga Demi er sögð eiga koma út þriðjudaginn 24. september 2019.

willismooreDemi+Moore+Christian+Dior+Cruise+2018+Runway+BhmRk4oxDDUl

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!