KVENNABLAÐIÐ

Bebe Rexha greinir frá geðrænum vandamálum sínum

Söngkonan Bebe Rexha greinir frá því á twitter að hún sé bipolar. Bebe Rexha sagði frá því í viðtali í febrúar að fatahönnuðir vildu ekki hanna á hana föt fyrir Grammy verðlaunaafhendinguna vegna þess að hún er í stærð 8 og sagði þeim að hoppa upp í rassgatið á sér fyrir það og núna er hún að opna sig aftur og í þetta sinn er það varðandi geðheilsu hennar.

Auglýsing

Á mánudaginn tweetaði Bebe að hún skildi aldrei afhverju hún fekk svona miklar skapsveiplur, afhverju hún varð svona þung í skapi sem gerði það að verkum að hún vildi ekki fara út úr húsi og svo allt í einu í einhverskonar gleði vímu sem gerði það að verkum að hún gat ekki sofið en núna skilur hún að það er vegna þess að hún er bipolar.

Auglýsing

„Í svo ótrúlega langan tíma þá skildi ég ekki afhverju mér leið svona illa. Afhverju ég fékk svona miklar skapsveiplur sem létu mig ekki vilja fara út úr húsi og vera í kringum fólk og svo allt í einu í einhverja gleðivímu sem gerði það að verkum að ég gat ekki sofið, gat ekki hætt að skrifa tónlist. Núna veit ég afhverju. Ég er bipolar og ég skammast mín ekki fyrir það lengur. Meira hef ég ekki að segja.” Bebe segist vera spennt fyrir nýju plötunni sinni af því að hún heldur engu aftur. Hún sagði að hún voni að allir taki hana í sátt fyrir þá manneskju sem hún er. „Ég vil ekki að þið vorkennið mér, ég vil bara að þið takið mig í sátt. Ég elska ykkur.”


bebe-rexha (1)

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!