KVENNABLAÐIÐ

Ariana Grande brotnar niður á Coachella

Ariana Grande og hljómsveitin NSYNC stigu saman á svið á Coachella síðastliðinn sunnudag. Ariana og NSYNC komu saman og sungu lag þeirra NSYNC,  “Tearin’ Up My Heart.” Orðrómar um að þau myndu syngja saman fóru a kreik fyrr i vikunni þegar Ariana birti myndbönd af sér syngja lagið lögin þeirra á Instagram ásamt gömlum NSYNC myndböndum.

Auglýsing

 Ariana kynnti hljómsveitina á svið með því að segja „ég er búin að vera að undirbúa allt mitt f*** líf fyrir þessa stund: NSYNC!” Það varð allt vitlaust meðal áhorfenda þó svo að Justin Timberlake hafi því miður ekki látið sjá sig. Einnig stigu Nicki Minaj, Diddy og Mase á svið með Grande á heimsfrægu tónlistarhátíðinni og sungu þær Nicki lögin “Bang Bang” og “Side To Side” en Diddy, Mase og Ariana tóku lagið “Mo Money Mo Problems”. 

Auglýsing

Grande brást svo í grát þegar hún tók eitt af sínum vinsælustu lögum “Thank You Next” og söng linuna „wish I could say thank you to Malcom cause he was an angel” til þess að minnast rapparans Mac Miller sem lést þann 7. september 2018. Ariana og Mac voru í tveggja ára löngu sambandi.

 

2019-04-04_20-23-25

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!