KVENNABLAÐIÐ

Shawn Mendes talar um kynhneigð sína

Shawn Mendes segir í viðtali að honum sárnar þegar hann heyrir orðróma um kynhneigð sína. Hann sagðist vera mjög reiður og sár yfir orðrómunum sem hafa farið á stað um kynhneigðina hans. „Það særir mig, ég verð reiður þegar ég heyri fólk álykta hluti um mig af því að ég get ekki ímýndað mér hvernig fólki sem er ekki með stuðning í kringum sig hlítur að líða.”

Auglýsing

Hann hélt áfram að segja að svona ályktanir geta haft mikil áhrif á fólk sem er í raun og veru að ganga í gengum það ferli að koma út úr skápnum. „Þess vegna varð ég svona reiður og ég verð það enn þá af því að ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því að þegar að það kemur með svona ályktanir og orðróma um mig að það getur sært svo marga, þau eru kannski ekki að tala en þau eru að hlusta.”

Auglýsing

„Mér finnst ég alltaf þurfa að vera með stelpu til að sanna fyrir fólki að ég sé ekki samkynhneigður.”

Þetta sagði Mendes í viðtali við Roling Stones viðtali síðast liðinn nóvember.

57247083_2064043170562387_1575636755724369920_n

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!