KVENNABLAÐIÐ

Mel Gibson rukkar aðdáendur um „selfie” og mat upp á 160.000 krónur

Leikarinn smáði, Mel Gibson, hefur nú reitt þá örfáu aðdáendur sem hann átti eftir með því að biðja um 1.300 dollara (tæpar 160.000 ISK) fyrir kvöldverð og selfie með honum.

Auglýsing

Býður Braveheart stjarnan fólki þetta í London og Glasgow og er upplifunin kölluð „An Experience with Mel Gibson.”

Auglýsing

Mun fólki gefast kostur á að taka upp myndband á meðan og spurt hann spjörunum úr. Ferill Mels er nú í rúst eftir að hann varð afar drukkinn og jós gyðingahatri gegn lögreglu í Kaliforníuríki árið 2006. Einnig er til upptaka af honum að hóta barnsmóður sinni,Oksana Grigorieva, lífláti.

Leikarinn er orðinn 63 ára og er virði 300 milljón dala en er samt ekki feiminn við að kreista fé út úr almenningi. „Þetta er glatað” sagði einn aðdáandi sem fékk ekki að hitta hann því hann hafði ekki efni á því: „Miðað við hversu ferill hans er í rúst ætti hann að borga aðdáendum fyrir að taka mynd af sér með honum!”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!