KVENNABLAÐIÐ

Kærasti Britneyar heimsækir hana á geðdeild á hverjum degi

Sam Asghari, kærasti Britneyar Spears, hefur farið til hennar á hverjum degi síðan hún lagðist inn í síðustu viku.

„Sam er ekki á leiðinni neitt og hefur verið stöðugt hjá henni. Hann var stór hluti þess að hún játaði sig sigraða og vildi fá hjálp” segir vinur parsins.

Auglýsing

„Hún er á mjög góðri leið og hefur róast heilmikið. Hann er svo stoltur af henni.”

Sam var þó ekki sá eini sem vildi að hún fengi hjálp. Faðir hennar, Jamie Spears, sem liggur fyrir dauðanum eftir að hafa gengist undir tvöfaldan uppskurð vegna rifinna þarma, bað hana einnig að leita sér hjálpar.

Auglýsing

„Jamie hefur ekki í raun líkað við neina af kærustum Britneyar því hann taldi þá vera með henni vegna frægðarinnar og peninganna. En Jamie elskar Sam og hann veit það. Hann veit að Sam vill Britney allt það besta og hann er mjög ástfanginn af henni.”

Britney og Sam hittust á setti myndbandsins „Slumber Party” í október 2016 og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Hann sést oft með henni á samfélagsmiðlum og með sonum hennar, Jayden og Sean Preston.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!