KVENNABLAÐIÐ

Hailey Baldwin þarf „stöðugt að gæta að” Justin Bieber

Nýgiftu hjónin, Hailey og Justin, eru að ganga í gegnum erfiða tíma og finnst Hailey hún stundum vera mamma hans en ekki eiginkona.

Síðan þau gengu í það heilaga finnst henni hegðun Justins minna á „annað gelgjuskeið.”

Auglýsing

„Hún þarf að hugsa um allt sem hann gerir allan daginn og hefur áhyggjur af þunglyndinu og hegðun hans. Hann hangir bara í kringum hana, stríðir henni og hamast í henni eins og skólastrákur,” segir vinur hennar við InStyle.

Auglýsing

Nýjar „skyldur” Haileyar fara í taugarnar á henni og hún spyr sig sjálfa hvert þetta stefni eiginlega, hvort eiginkonuhlutverkið eigi að vera svona. Hún segir að hún sé líka að halda aftur af sér að skamma hann því hann sé svo „tilfinningalega óstöðugur.”

Hailey (22) og Justin (25) gengu í það heilaga í leynilegri athöfn í september 2018. Þau vissu þó alltaf að hjónabandið yrði ekki auðvelt. Í viðtali við Vogue sagði Hailey: „Ég er að berjast við að gera þetta á réttan hátt, byggja upp heilbrigt samband. Ég vil að fólk viti það. Við erum í einlægum samskiptum. En við erum ung og erum bara að læra þetta um leið og þetta gerist. Ég ætla aldrei að segja að þetta sé ævintýraleg fantasía. Þetta á alltaf eftir að verða erfitt.”
justin hefur átt við þunglyndi að stríða að undanförnu en segist þrátt fyrir allt „vilja vera besti eiginmaður sem Hailey á völ á.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!