KVENNABLAÐIÐ

Mischa Barton fær frábæra dóma í þáttunum The Hills

Leikkonan Mischa Barton sem hefur lítið farið fyrir undanfarin ár vegna fíkni- og geðrænna vandamála er nú að fá uppreisn æru í endurgerð þáttanna, The Hills.

Auglýsing

Lauren Conrad mun ekki vera hluti af þáttunum og er Mischa því að nýta sér það og eru aðdáendur þáttanna í skýjunum með frammistöðuna.

Auglýsing

Hún hefur náð að búa til skemmtilega stemningu: „Hún lítur mjög vel út og leikur betri útgáfu af sjálfri sér. Einnig hefur hún mikið að segja varðandi framvindu sögunnar” segir heimildarmaður við Radar.

„Að taka þátt í þessum seríum var áhættusamt fyrir hana því fólk á stundum í ástar/haturssambandi við raunveruleikaþætti en hún er að skemmta sér vel og er nú þegar búin að festa sig í sessi.”

Frammistaða Mischu hefur verið það góð að búist er við fleiri þáttaröðum: „Það er engin ástæða fyrir að framleiða allavega ekki fimm fleiri. Yfirmennirnir eru að elska hana og hvað þetta gengur vel.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!