KVENNABLAÐIÐ

Fyrrverandi hennar Jennifer Aniston sést í kossaflensi í New York borg

Leikaraparið Jennifer Aniston og Justin Theroux hafa verið skilin í rúmt ár og þau (auðvitað) orðuð við hina og þessa. Það fór samt ekki á milli mála að Justin væri mjög hrifinn af meðleikkonu sinni, Ilana Glazer, þar sem þau spókuðu sig í New york.

Þau sáust í Central Park þar sem þau eru að taka upp myndina False Positive sem er hryllingsmynd sem Ilana meðframleiðir.

Myndinni er leikstýrt af John Lee og Pierce Brosnan leikur innig í henni.

Síðan Justin og Jen skildu hefur hann flutt sig alfarið til New York og á íbúð í West Village. Hann sést þar reglulega á kaffihúsum, á hjóli og spjallandi við vini.

Jen er enn í LA og samkvæmt fréttum eru þau enn vinir.

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!