KVENNABLAÐIÐ

Hætt við endurfundi Spice Girls í kjölfar ummæla Mel B um að hafa sofið hjá Geri

Margir voru spenntir fyrir endurkomu Spice Girls, en tónleikaferðalag sem átti að hefjast þann 15. júní næstkomandi hefur verið frestað. Mel B, sem sagðist hafa sofið hjá Geri Halliwell, getur sjálfri sér um kennt, en Geri var ekki par ánægð með þessa „játningu” sem hún sagði vera lygi.

Auglýsing

Þetta var ekkert smá ferðalag, tónleikar voru áætlaðir í Bandaríkjunum, Evrópu, Ástralíu og í Asíu.

Neyðarfundur var haldinn en ekki var hægt að greiða úr flækjunni. Mun þetta kosta mörg fyrirtæki milljónir til að afturkalla, endurskipuleggja og fleira.

Auglýsing

melll

Mel varð reið þegar Geri sagði að ekkert hefði gerst á milli þeirra og í kjölfarið varð mikil spenna í hópnum: „Þetta hefur verið dramatísk vika. Einn daginn varð öllum það ljóst að ekkert yrði úr ferðinni,” segir heimildarmaður í viðtali við The Mail On Sunday.

„Þær samþykktu að spila í Bretlandi, því þær eru samningsbundnar og vildu ekki bregðast aðdáendum en þær fara ekki í ferðalagið.”

Hér má lesa um meint ástarævintýri Mel B og Geri

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!