KVENNABLAÐIÐ

Ný Aviccii plata kemur út í júni og ágóðinn gengur til góðgerðarmála

Eins og margir vita lést tónlistarmaðurinn Aviccii fyrir ári síðan, en hann tók sitt eigið líf.

Auglýsing

Fjölskylda hans hefur nú tilkynnt að þau muni gefa út plötu með óútgefnu efni eftir listamanninn, en hún kemur til með að heita TIM, en nafn hans var Tim Bergling.

Smáskífan SOS kemur út 10. apríl, platan öll 6. júní.

Auglýsing

Fjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu og sagði að þegar Tim féll frá þann 20. apríl 2018 var hann næstum búinn að klára nýja plötu.

„Hann skildi eftir sig safn nær kláraðra laga, með nótum, tölvupóstum og textaskilaboðum um tónlistina. Við höfum fengið tónlistarhöfundana í samstarf til að klára plötuna í hans anda.”

Vildi fjölskyldan því ekki sitja á tónlistinni heldur deila henni með aðdáendum Tims.

Allur ágóði af sölu fer til Tom Bergling stofnunarinnar sem er til að vekja upp samræður um geðsjúkdóma og sjálfsvígsvarna.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!