KVENNABLAÐIÐ

Tana og Gordon Ramsay fagna fimmta barninu!

Meistarakokkurinn og þáttastjórnandinn orðljóti, Gordon Ramsay, hefur nú eignast fimmta barnið með eiginkonu sinni, Tana. Oscar James Ramsay fæddist í dag, þann 4. apríl.

Auglýsing

Gordon deildi fréttunum á Instagram með 6,2 milljón fylgjendum: „Eftir þrjú Bafta verðlaun og ein Emmy…loksins höfum við unnið Óskar, vinsamlega bjóðið Oscar James Ramsay velkomnan, sem kom í heiminn 12:58 til að fá sér hádegismat!

tana bb

Gordon (52) á þegar fjögur börn: Megan, 21, Matilda, 17 og tvíburana Jack and Holly, 19.

Auglýsing

Deildi hann óvæntum fréttum á nýársdag, að von væri á fimmta barninu. Þau höfðu gengið í gegnum fósturlát áður, en sonur þeirra lést á fimmta mánuði meðgöngu.

tana og gor

Gleðifréttunum var fagnað mjög af vinum og vandamönnum sem og stjörnum sem sendu þeim kveðju á Insta.

Gordon þakkaði aðdáendum stuðninginn og einnig heilbrigðisstarfsfólkinu á Portland spítalanum. Hann segir þau hjónin afar lánsöm og eru þau afskaplega þakklát fyrir litla kraftaverkið!

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!