KVENNABLAÐIÐ

Justin Bieber deilir sónarmynd og mynd af Hailey með bumbu og aðdáendur missa það!

„Ef þið héldu að þetta væri aprílgabb…” Justin Bieber kom aðdáendum virkilega á óvart með því að pósta sónarmynd af barni og mynd af eiginkonu sinni Hailey Baldwin í dag, þann 1. apríl.

Auglýsing
Undir myndina skrifar Hailey: „Mjög fyndið…”
En Justin gerði þó betur og póstaði mynd af Hailey með, það sem virðist vera, óléttubumba hjá lækninum.
Hann skrifaði: „Ef þið hélduð að þetta væri aprílgabb…”

View this post on Instagram

If U thought it was April fools

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on

Auglýsing
Á myndinni sést Hailey vera á læknastofu með dreypi í æð.


Stuttu seinna kom í ljós að Bieber var bara að gera grín, en hann póstaði þá mynd, líkt og sónarmynd, nema með teiknimyndahundi bættum inn á myndina.

apr
„Bíðið omg, er þetta APRÍLGABB” spurði söngvarinn.
Nýgiftu hjónin eru þó mjög spennt að búa til fjölskyldu, en þau ætla að bíða þar sem Justin hefur verið að eiga við mikið þunglyndi að undanförnu.

Hann er nú í meðferð og hefur talað um það opinskátt, að hann þurfi meðferð til að „laga” ýmislegt sem „liggur djúpt” í sál hans.
Hann deildi mynd á Instagram í síðustu viku þar sem hann sagðist fara aftur að semja tónlist um leið og hann væri betri.
Justin hefur verið mjög opinn með vanda sinn og segir að hann hafi verið mjög dapur á síðasta tónleikaferðalagi og aðdáendur „eigi slíkt ekki skilið.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!