KVENNABLAÐIÐ

„Ljónamamman” – Myrti einn og barði tvo sem voru að nauðga dóttur hennar

Nokubonga Qampi er nú þekkt í Suður-Afríku sem „ljónamamman“ (e. Lion Mama) eftir að hún myrti einn og særði tvo sem nauðguðu dóttur hennar. Hún var ákærð fyrir morð en almenningur vildi ekki sætta sig við það og lögsókninni var því frestað og Nokubonga fékk tækifæri til að einblína á bata dóttur sinnar.

Mæðgurnar
Mæðgurnar

Það var um miðja nótt sem Nokubonga var vakin upp með símtali. Stúlkan sem hringdi var um 500 metrum frá heimili Nokubonga og sagði hún að dóttur hennar, Siphokazi, væri verið nauðgað af þremur mönnum sem þær þekktu vel.

Nokubonga hringdi strax í lögregluna en fékk ekkert svar. Hún vissi einnig að það myndi taka þá tíma að koma í þorpið hennar og þá væri búið að misnota dóttur hennar.

Það var engin önnur en hún sem gat hjálpað.

Ég var dauðhrædd en ég var neydd til þess, þetta var dóttir mín. Ég hugsaði að þegar ég kæmi gæti hún verið látin…því hún þekkti nauðgarana, þeir þekktu hana og vissu að hún þekkti þá, þannig þeir gætu haldið að þeir þyrftu að myrða hana svo hún gæti ekki ákært þá

Auglýsing

Siphokazi hafði verið nað heimsækja vini sína þetta kvöld í fjórum mismunandi íbúðum en vinir hennar fóru um 1:30 um nóttina og skildu hana eftir eina, sofandi í húsi félaga þeirra. Þá létu þessir þrír menn, sem höfðu setið að sumbli í íbúðinni, til skarar skríða.

ljon3

Smáhýsi Nokubonga er tveggja herbergja – svefnherbergið þar sem hún svaf og eldhús, en þar náði hún í hníf.

„Ég hafði hann með, því þar sem ég þurfti að ganga á milli mín og staðarins þar sem glæpurinn átti sér stað var ekki öruggur. Það var dimmt og ég þurfti að nota ljósið á símanum mínum til að komast þangað.”

Þegar Nokubonga nálgaðist húsið heyrði hún öskur dóttur sinnar. Þegar hún kom inn í svefnherbergið gat hún séð með ljósinu á símanum sínum viðbjóðslega sjón – dóttur hennar var nauðgað.

„Ég var hrædd…ég stóð í dyrunum og spurði hvað þeir væru að gera. Þeir sáu að þetta var ég og ætluðu að ráðast á mig og þá hugsaði ég, án hiks, að ég þyrfti að verja sjálfa mig.”

Nokubonga neitar að segja hvað gerðist svo næst.

Fyrir rétti sögðu nauðgararnir að Nokubonga hefði farið í „mikið uppnám” þar sem hún sá einn mann nauðga dóttur hennar, á meðan tveir stóðu hjá með buxurnar á hælunum, bíðandi eftir að komast að.

Auglýsing

Dómarinn Mbulelo sagði: „Ég skil að hún hafi verið tryllt af reiði.” En þegar Nokubonga  hélt áfram með sögu sína gat hún ekki játað annað en að óttinn hefði tekið yfir – bæði vegna hennar sjálfrar og dóttur hennar – og í andliti hennar mátti sjá sársauka og depurð.

Siphokazi
Siphokazi

Það er þó á hreinu að þegar mennirnir réðust að Nokubonga barðist hún á móti með hnífnum og stakk þá þegar þeir reyndu að flýja – einn jafnvel stökk út um gluggann. Tveir voru alvarlega slasaðir, sá þriðji lét lífið.

Nokubonga dvaldist ekki í húsinu til að athuga hvað hefði orðið um þá. Hún tók dóttur sína og fór í nærliggjandi hús.

Þegar lögreglan kom, handtók hún Nokubonga og hún var færð á lögreglustöðina í járnum og sett í klefa: „Ég var að hugsa um barnið mitt. Ég fékk engar upplýsingar. Þetta var skelfileg reynsla.”

Á sama tíma var Siphokazi á sjúkrahúsi, mjög áhyggjufull vegna móður sinnar og ímyndaði sér hana í klefanum, viti sínu fjær og hugsanlega yrði hún sett í fangelsi í mörg ár.

Hún segir: „Ég óskaði þess að ef hún fengi fangelsisdóm, myndi ég sitja inni fyrir hana.”

Siphokazi var í áfalli og mundi lítið sem ekkert af nauðguninni. Hún heyrði frá móður sinni tveimur dögum seinna þar sem hún hafði verið látin laus gegn tryggingu.

Frá því augnabliki hafa þær staðið með hvor annarri, og fengið stuðning: „Ég hef ekki fengið annan stuðning en frá mömmu. Ég er að jafna mig,” segir Siphokazi.

Nokubonga vill helst að lífið haldi áfram, eins og það var áður: „Ég er enn mamman og hún er enn dóttirin,” segir hún. Þær hlæja vegna þess hve nánar þær eru og grínast með að Siphokazi geti ekki gengið í hjónaband því þá hafi Nokubonga engan til að hugsa um.

Nú eru 18 mánuðir liðnir og þeim hefur orðið töluvert ágengt.

Buhle Tonise, lögfræðingurinn sem varði Nokubonga, minnist þess að henni fannst bæði móðir og dóttir hafa gefist upp, viku eftir árásina: „Móðirin var utan við sig. Þegar þú hittir fólk sem á varla fyrir hnífs og skeiðar, veistu að oftast fer móðirin í fangelsi því enginn stendur með henni. Dómskerfið er bara fyrir þá sem eiga peninga.”

Þær gerðu ekki ráð fyrir að málið myndi vekja svona mikla athygli í fjölmiðlum…og Nokubonga fengi titilinn „ljónamamman” í kjölfarið. Hún er nú hetja á þessum slóðum.

Í þorpinu
Í þorpinu

Í Suður-Afríku er óvenjulegt að nauðgunarmál fái forsíðum fjölmiðla. Talið er að um 110 nauðganir eigi sér stað í landinu á degi hverjum.

Í austur-Cape Town héraðinu, sem er fátækast og um 45% atvinnuleysi ríkir, eru nauðganir algengari en annarsstaðar í Afríkuríkjum.

Í þorpinu sem Nokubonga og Siphokazi búa, búa um 5000 manns. Á árunum 2017-2018 voru framdar 74 skráðar nauðganir.

Almenningur var með Nokubonga í liði og gagnrýndu ákæruna harðlega og efndu til söfnunar fyrir hana. Nokubonga er óendanlega þakklát fyrir stuðninginn: „Mér var sagt að ákærurnar hefðu verið dregnar til baka. Stuðningurinn barst frá fólki frá allri Suður-Afríku. Ég vil þakka öllum, allir studdu mig. Þetta veitti mér von.”

Nokubonga stóð þarna, æst en hamingjusöm með að dómskerfið hefði í raun séð sannleikann og hún hefði aldrei viljað myrða einhvern.

Þegar málið var dregið til baka var Siphokazi ofboðslega ánægð. Nokubonga segir: „Eftir að við fréttum þetta, kallaði ég á hana. Dóttir mín fór að hlæja. Ég hef ekki heyrt hana hlæja svo ótrúlega lengi.”

Í desember 2018 voru hinir nauðgararnir tveir, Xolisa Siyeka (31) og Mncedisi Vuba (25) dæmdir í 30 ára fangelsi.

„Ég er ánægð með þetta,” segir Siphokazi sem nú er 27 ára: „Ég fann fyrir öryggi en hluti af mér finnst þeir verðskulda ævilangt fangelsi.“

Nokubonga segir: „Ég vona þegar þeir afplána dóminn muni þeir koma til baka sem breyttar manneskjur, endurhæfðar…til að vera lifandi dæmi um batnandi menn.”

Heimild: BBC

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!