KVENNABLAÐIÐ

Mel B segist hafa sofið hjá Geri Halliwell

Endurfundir Spice Girls verða mjög spennandi. Mel B kom fram í spjallþætti Piers Morgan og sagðist hafa sofið hjá hjómsveitarmeðlimnum Geri Halliwell (Ginger Spice) eitt sinn.

Auglýsing

Í viðtali í þætti á nýjum þætti Piers á ITV, Life Stories, brosti Mel B (Scary Spice) laumulega þegar hún var spurð útí hvort hún hefði sofið hjá Geri: „Já, við sváfum í rúmi saman, en ekki „þannig,“ þ.e. við allar,“ sagði hún og gaf í skyn að það væri meira í þessari sögu.

„Svafstu hjá Geri „þannig?“ spurði Piers þá. „Hún var með æðisleg brjóst,“ svaraði Mel þá, kinkaði kolli og brosti.

„Hún á eftir að hata mig fyrir að hafa sagt þetta því hún býr í yfirstéttarhúsi í sveitinni með eiginmanni sínum. En þetta er staðreynd. Þetta gerðist bara og við bara flissuðum og það var allt.“

spæssa

Auglýsing

Mel B, sem á í harðvítugri baráttu við fyrrverandi eiginmann sinn Stephen Belafonte hefur áður opnað sig varðandi tvíkynhneigð sína. Í æviminningum sínum, Brutally Honest, sagði hún frá mörgum lesbískum samböndum og trekanti sem hún átti með Belafonte og barnfóstrunni þeirra.

Mel segist þó aldrei hafa verið í sambandi við Geri, þetta hafi verið eitt skipti og bara kynlíf: „Þetta var bara þetta eina skipti. Vonandi þegar Geri verður spurð mun hún ekki neita því. Þetta var bara skemmtilegt.“

Geri hefur verið í hjónabandi með ökuþórnum Christian Horner frá árinu 2015. Hún á tvö börn, eitt úr fyrra hjónabandi.

Mel C var spurð um þetta samband en hún varði sig og þóttist ekki vita neitt. Mel B sagði þá að hún hefði kelað við allar í hljómsveitinni eftir að hún fékk sér pinna í tunguna: „Þegar ég fékk mér pinnann kysstumst við allar. Við vildum allar vita hvernig það væri. Þetta voru bara kjánalegir kossar, ekkert kynferðislegt.“

Spice Girls fara í tónleikaferðalag í sumar, án Victoriu Beckham.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!